Jón Jónsson um árin í Boston University

Jón Jónsson um árin í Boston University

Smá “throwback” til ársins 2017 þegar við hittum Jón Jónsson í Kaplakrika um árið þar sem hann sagði okkur frá árunum í Boston.


Í hvaða skóla fórstu ?

Ég fór í Boston University árið 2006 og útskrifaðist árið 2009”

Hvernig var þín upplifun ?
“Upplifunin heilt yfir var náttúrulega bara í frábær, bæði námslega og fótboltalega. Það er allt einhvern veginn svo stórt og mikið og vel hugsað um mann. Það er falleg minning sem ég á þegar ég var nýlentur í Boston og Neil Roberts þjálfari kom að ná í mig og Pétur Óskar vin minn, keyrðum meðfram Charles river svo kemur maður inn í capmusinn risastór Boston University merki og maður hugsar bara – it’s on brother it’s on – veist hvað ég á við, og þessi svona sæluhrollur sem fór um mann var alveg þess virði því þessi ár voru algjörlega tryllt í alla staði.

Fótboltalega þá eru aðstæðurnar bara klikkaðar, auðvitað frábærar æfingar og gaman að spila en auðvitað eitt og eitt steikt eins og frjálsar skiptingar og talið niður 10,9,8,7 en það er e-ð sem vandist bara.  Aðstæðurnar þarna eru bara algjörlega þannig að ef þú hefur metnað og áhuga fyrir því að bæta þig að þá geturðu svo sannarlega gert það, bæði vegna þess að þar eru tækin og tólin til þess en einnig af því að fólkið í kringum þetta allt eru líka alveg ALL IN að hjálpa til.

Námslega – þá náttúrlega er ekki hægt að mæla meira með einhverju , þú ert algjörlega í bómul þarna og ef þú ert að missa tökin í einhverju fagi þá er bara kippt í spotta og þú sendur til tutors eða einkakennara sem fer yfir þetta allt með manni. Ég hef bara síðan ég fór út og til dagsins í dag mælt með þessu endalaust fyrir fólk að fara út til Bandaríkjanna ef þú hefur tök á því.  Maður er búinn að vera í knattspyrnu allt sitt líf og þá er upplagt að nýta fótboltann til að gera e-ð þessu líkt. ” 

Hvernig var aðstaðan hjá Boston College ?

Í dag er ég leikmaður FH og aðstaðan hér í Kaplakrika er auðvitað alveg frábær. Ég vona að pabbi verði ekki brjálaður því aðstaðan í Boston er jafnvel ennþá betri. Þar var lyftingasalur sem að var bara með algjörlega allt og hann var töluvert stærri, og þar var einnig frjálsíþróttahöll og svo helsta sem mér dettur í hug að er ef þú varst á æfingu kl 10 um morguninn og svo aftur kl 1
4 þá var bara búið að þvo af þér, þá var bara Bob mættur , gamall kall, og þú hentir öllum fötunum þínum í svona stóra tunnu og þetta er svo bara klárt,
 þú kemur í klefann og þetta hangir á snaganum þínum.

Fyrst og fremst bara ítreka að aðstaðan úti er ótrúlega góð. Skólarnir leggja svo mikið upp úr íþr
óttum, þetta er ekkert bara fótbolta, þarna er verið að hugsa um alla krakkana sem eru í öllum íþróttum og þess vegna er þetta svona fullkomið.

 

Hvað lærðir þú úti ?

Ég lærði hagfræði úti og útskrifaðist með hagfræðigráðu eins og áður sagði árið 2009. Ég myndi segja ég væri mesti meistara-hagfræðingurinn á Íslandi í dag og það er bara Boston að þakka – nei ég er að djóka í þér. Auðvitað nýtist gráðan í daglega lífinu enég hef verið að fræða börn um fjármálalæsi síðan 2012 og það hefði aldrei komið til nema vegna þess að ég var að læra þetta. En ég vissulega bara vinn hjá sjálfum mér og þarf að passa upp á að þetta stemmir allt saman. Þó að ég hafi verið í tónlist og verið að koma fram eiginlega allt mitt líf þá var Boston svona loka sparkið í rassinn, þetta er svo peppað lið þarna að þau peppa þig bara í drasl og maður kom bara elg-peppaður heim og byrjaði bara að vera tónlistarmaður sem ég hefði annars örugglega ekkert gert, ég held ég hefði farið meiri fyrirsjáanlega leið.  Það sem gerist þegar þú kynnist svona mörgum nýjum

 og kemur svona algjörlega núllstilltur einhvert að þá opnast fyrir þig svo margar nýjar dyr og sjóndeildarhringurinn verður bara stærri og þú átta

 

r þig á einhverjum kröftum sem þú vissir ekkert endilega að þú byggir yfir.

Einhver lokaorð ?
Ef þið eruð að íhuga að fara í skóla í Bandaríkjunum – hættið að íhuga það núna og byrjið strax að vinna í því , talið við SEUSA því þau eru með þetta uppá 10 , er ekki bara að segja þetta því ég er í viðtali hjá þeim því ég þekki þau og sveit að taðreyndin er sú. Klárið þetta, farið út, spilið fótbolta, lærið e-ð og þið komið heim sem betri man
miklu betri manneskjur!

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan :

Jón Jónsson um árin í Boston University